spot_img
HomeNBACurry með á ÓL 2020

Curry með á ÓL 2020

Stephen Curry hefur látið það í ljós að hann komi til með að vera með liði USA á ólympíuleikunum árið 2020 í Tokyo á næsta ári.

“Það er planið að vera með þá já. Augljóslega vona ég svo sannarlega að ég sleppi við meiðsli og allt slíkt þannig að ég geti verið með” sagði Curry í samtali við ESPN.

Lið Bandaríkjamanna hafa svo sannarlega þörf á Curry í hópinn enn skemmst er frá því að segja þá reið liðið ekki feitum hesti frá Kína nýverið þar sem að HM var haldið. Versti árangur liðsins frá upphafi á því móti og augljóst að blásið verður í herlúðra fyrir komandi ólympíuleikunum.

Curry hefur tvisvar orðið heimsmeistari með liði Bandaríkjana en aldrei tekioð þátt í ólympíuleikunum. “Þarna gefst mögulegt tækifæri og vonandi ná ég að vera með.” sagði Curry.

Fréttir
- Auglýsing -