spot_img
HomeFréttirCurry er ofurmenni!

Curry er ofurmenni!

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og þegar Warriors spila þá er alltaf eitthvað fréttnæmt að gerast en í nótt tók Stephen Curry sig til og tróð blautum ullarsokk upp í efasemdarmennina (lesist fyrrum NBA leikmenn) sem hafa upp á síðkastið keppst við að tala niður kappann. Curry fór hamförum með 46 stig í sigri meistaranna gegn Oklahoma City Thunder í miklum spennuslag. Hvernig meistarinn svo slökkti ljósin hjá Thunder er nánast lyginni líkast, sjá myndband hér að neðan!

Lokatölur voru 118-121 og það á hinum sterka heimavelli Oklahoma…eftir framlengingu þar sem Curry var með sigurþristinn í leiknum en gaurinn var 12 af 16 í þristum í leiknum! 

 

Höldum aðeins áfram í að mæra strákinn því hann snéri sig og missti út tæpar sex mínútur í leiknum en kom aftur og lauk leik með 46 stig, 3 fráköst, 6 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Klay Thompson bætti við 32 stigum en hann var ekki að hitta á skotdag fyrir utan þriggja, var 2-9 fyrir utan og þeir Splash-bræður samtals því 14-25 í þristum þessa nóttina. 

 

Kevin Durant skeit á bitann á lokasekúndunum, hefði getað tekið leikhlé en Warriors pressuðu hann í lélega sendingu og náðu boltanum. Durant braut svo á Iguodala um leið og leiktíminn rann út og Warriors úr nokkuð ómögulegri stöðu náðu að koma sér í framlengingu, 103-103. Í framlengingunni var enn allt hnífjafnt 118-118 þegar OKC fer í sókn og skora ekki, um 5 sekúndur eftir og Curry fær boltann…kíkið bara á rest hér í myndbandinu: 

 

Úrslit næturinnar

Final

 

MIA

89

BOS

101

1 2 3 4 T
26 23 21 19 89
 
 
 
 
 
18 28 26 29 101
 

HIGHLIGHTS

       

 

Final

 

MIN

112

NOP

110

1 2 3 4 T
25 20 31 36 112
 
Fréttir
- Auglýsing -