spot_img
HomeFréttirCuban: Kidd kemur ekki til Dallas!

Cuban: Kidd kemur ekki til Dallas!

19:32
{mosimage}

 

(Cuban er litríkur karakter og lætur oft gamminn geysa!) 

 

Eigandi Dallas Mavericks, Mark Cuban, mun ekki reyna að fá stjörnuleikstjórnandann Jason Kidd til Dallas fyrir félagaskiptagluggann 21. febrúar næstkomandi. Cuban sagði við fjölmiðla í New York að: …,,fyrir okkur til að láta svona samning ganga upp þyrftum við að skipta í burtu hálfu liðinu til að fá Kidd til okkar. Það munum við ekki gera og við erum sátt við liðið eins og það er. Við höfum þörf á framförum og bætingu og við vonumst eftir því að verða betri en í augnablikun sé ég þetta ekki gerast,” sagði Cuban um Jason Kidd leikmann New Jersey.

 

Eftir leiki sunnudagsins eru Dallas í 3. sæti Vesturstrandarinnar og eru ekki fjarri Phoenix Suns í efsta sætinu í Vestrinu. ,,Við tökumst ekki á við svona skipti, höfum aldrei gert það og munum aldrei gera. En ef eitthvað kemur upp á borð hjá okkur sem er álitlegt þá er aldrei að vita nema við grípum gæsina,” sagði glaumgosinn Cuban.

 

Dallas Mavericks fara því í gegnum skiptagluggann án þess að bæta við sig og allt bendir til þess að Kidd verði áfram í herbúðum New Jersey Nets þar sem hann unir hag sínum ekki sem best eins og margoft hefur komið fram.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -