CSKA Moskva varð Euroleague meistari í sjöunda sinn í kvöld eftir hreint út sagt magnaðan úrslitaleik gegn Fenerbache sem var að leika sinn fyrsta úrslitaleik í Euroleague. Framlengja varð leikinn þar sem CSKA Moskva hafði að lokum 101-96 sigur.
Leikurinn sveiflaðist allmyndarlega þar sem CSKA Moskva leiddi 50-30 í hálfleik en Tyrkirnir börðu sér leið aftur inn í leikinn og voru yfir 81-83 þegar sekúnda var eftir en þá náði Victor Khryapa að tippa boltanum ofaní eftir skot frá Nando De Colo.
CSKA Moskva reyndist svo sterkari aðilinn í framlengingunni þar sem besti leikmaður Euroleague þetta tímabilið, Nando De Colo, lauk leik með 22 stig, 2 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta í liði CSKA Moskvu. Hjá Fenerbache var Bobby Dixon með 17 stig.
Leikstjórnandinn frábæri Milos Teodosic vann sinn fyrsta Euroleague-titil í kvöld en hann var með 19 stig og 7 stoðsendingar í liði CSKA Moskvu í kvöld – hér má nálgast viðtal við kappann eftir leik:
CSKA Moskva kemur leiknum í framlengingu:
The last shot. _x1f3c0__x1f449__x1f3c6_ #F4GLORY
Khryapa, @CSKAMoscowhttps://t.co/WUUJQPfvN3— EuroleagueBasketball (@Euroleague) May 15, 2016
Ljósmynd/ Euroleague.net



