10:08:07
Nokkur athyglisverð leikmannaskipti fóru fram milli NBA-liða í gær, en nýliðavalsdagurinn er jafnan einn annasamasti dagur ársins í þeim efnum.
Fyrir utan vistaskipti Vince Carter til Orlando Magic og Shaq til Cleveland Cavaliers, sem Karfan.is hefur þegar getið, var bakverðinum Jamal Crawford skipt frá Golden State til Atlanta Hawks fyrir skiptimynt. Hawks líta á Crawford, sem getur leikið báðarbakvarðastöðurnar, sem góðan valkost ef Mike Bibby ákveður að yfirgefa liðið, en Golden State voru greinilega búnir að ákveða að nota nýliðavalrétt sinn til að taka Stephen Curry, sem er svipaður leikmaður en mun efnilegri og á umtalsvert lægri launum.
Þá skiptu NY Knicks og Memphis Grizzlies á þeim Darko Milicic og Quentin Richardson.
Nánar hér að neðan…
Milicic verður ætið minnst sem einna stærstu mistaka á ferli Joe Dumars því hann valdi leikmanninn með örðum valrétti árið 2003, rétt á eftir LeBron James og á undan m.a. Carmelo Anthony. Hann hefur hins vegar getið sér ágætt orð í seinni tíð sem sæmilegur varnarmaður og frákastari, en Knicks hefur tilfinnanlega vantað varnarsinnaðan miðherja. Memphis tóku áhættu á Hasheem Thabeet, sem gæti orðið hinn næsti Dikembe Mutombo ef allt fer að óskum, og þurftu þá ekki á Milicic að halda.
Richardsson getur leikið stöðu skotbakvarðar og framherja og ætti að gefa Memphis enn fleiri valkosti í sókninni.
Mynd/nba.com
ÞJ



