Michael Craion átti magnaðan leik með KR í kvöld en jaxlinn hafði vitneskju af því fyrir leik að ef KR myndi vinna í kvöld yrði matreidd steik ofan í liðið. „Já það sagði einhver að það yrði steik í boði ef það kæmi sigur í kvöld svo ég gaf mig allan í þetta,“ sagði Craion léttur á manninn og auðvitað meira í gríni en annað en það er vissara að taka það skýrt fram á þessum síðustu og verstu tímum hneykslanleikans á samfélagsmiðlum.
Craion lék með smá flensuskít í kvöld en það virtist ekki há kappanum enda landaði hann mögnuðum tölum. Karfan TV ræddi við Craion eftir leik í DHL-Höllinni.



