spot_img
HomeFréttirCraig Walls til Vals

Craig Walls til Vals

9:41

{mosimage}

Walls hér í dökkum búning, reynir skot

 

Valur fær liðstyrk næstu tvær vikurnar í meistaraflokki karla í körfu. Craig Walls er amerískur leikmaður sem kemur frá New Hampshire en hann hefur spilað á Írlandi að undanförnu. Ef Craig lofar góðu þá verður hann með liðinu út tímabilið.  Craig er 200 cm á hæð og leikur í stöðu framherja. Hann varð írskur meistari með liði sínu á síðasta tímabili og skoraði að meðaltali tæp 24 stig og 12 fráköst í leik.

 

 

Rob Hodgson hefur ekkert getað leikið með liðinu í vetur og verður ekki klár strax, því er Craig mikilvægur styrkur fyrir liðið. Craig mun því að öllum líkindum leika sinn fyrsta leik gegn Hamar í  bikarkeppninni annað kvöld.

 

www.valur.is

 

Mynd: www.collegepublisher.com

Fréttir
- Auglýsing -