spot_img
HomeFréttirCraig og Arnar í 4. sæti yfir jólin

Craig og Arnar í 4. sæti yfir jólin

Danska úrvalsdeildin er komin í jólafrí og landsliðsþjálfararnir Craig Pedersen og Arnar Guðjónsson sitja í 4. sæti deildarinnar með lið sitt Svendborg Rabbits. Axel Kárason og Værlöse eru í 8. sæti.
 
 
Svendborg heldur inn í jólafríið með 91-74 sigur gegn Aalborg Vikings en Værlöse tapaði naumlega síðasta leik fyrir jól þegar Hoersholm 79ers mættu í heimsókn. Lokatölur þar voru 92-90 eftir framlengdan spennuslag þar sem Axel gerði 10 stig og tók 5 fráköst en hann er með 10,6 stig og 6,5 fráköst að meðaltali í leik með Værlösi þessa leikina fyrir jól.
 
Það verður svo Íslendingaslagur 30. desember þegar Værlöse tekur á móti Craig og félögum í Svendborg þann 30. desember næstkomandi.
 
Staðan í Danmörku:
  
Fréttir
- Auglýsing -