Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen sagði við Karfan TV eftir leik að svona stuðningur eins og íslenska liðið fékk í dag og sérstaklega frammistaða Íslendinga í stúkunni eftir leik væri fáheyrður atburður. Pedersen var ekkert annað en snortinn af þessum stuðningi við íslenska liðið en skiljanlega miður sín vegna tapsins gegn Ítalíu.



