spot_img
HomeFréttirCP3 kláraði Spurs á öðrum fæti

CP3 kláraði Spurs á öðrum fæti

Chris Paul var hetja LA Clippers í nótt þegar liðið lagði San Antonio Spurs í oddaviðureign liðanna í 8-liða úrslitum NBA deildarinnar. Paul sem tognaði aftan í læri kom aftur inn í lið Clippers og gerði fáránlega erfiða körfu sem reyndist sigurkarfan í mögnuðum slag liðanna í nótt. Meistarar Spurs eru því komnir í sumarfrí. Lokatölur oddaleiksins 111-109 Clippers í vil.

 

Í aðeins fjórða sinn í sögu Clippers er liðið komið í undanúrslit vesturstrandarinnar og nú er næsti andstæðingur Houston Rockets. Undanúrslitin eru því klár eins og þau leggja sig því í hinni rimmu vesturstrandarinnar mætast Golden State Warriors og Memphis Grizzlies. Á austurströndinni mætast svo Atlanta Hawks og Washington Wizards og svo Cleveland Cavaliers vs. Chicago Bulls. 

Þrátt fyrir meiðslin í nótt var Chris Paul stigahæstur með 27 stig en Blake Griffin splæsti í þrennu með 24 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. Hjá Spurs lét Tim Duncan það ekki ógert að klára með tvennu en hann gerði 27 stig og tók 11 fráköst. 

Myndband – CP3 í fantaformi í nótt

 

Fréttir
- Auglýsing -