spot_img
HomeFréttirCothran á góðum batavegi

Cothran á góðum batavegi

Eins og greint var frá á dögunum lenti bandaríski leikmaðurinn Keith Cothran í skotárás þar sem hann var skotinn í höfuð. Cothran lék með Stjörnunni á síðustu leiktíð og á heimasíðu Garðbæinga segir að samkvæmt þeim takmörkuðu fréttum sem klúbbnum hefur tekist að afla sér mun leikmaðurinn vera á góðum batavegi.
Á heimasíðu Stjörnunnar segir:
 
Eins og fram kom í fjölmiðlum fyrir helgi þá varð Keith Cothran sem lék með okkur Stjörnumönnum í vetur fyrir skotárás í heimabæ sínum New Haven. Ekki er vitað um ástæðu fyrir árásinni.  En samkvæmt þeim takmörkuðu fréttum sem okkur hefur tekist að afla er Keith á góðum batavegi.  Hann fór í aðgerð og talið að hann nái sér að fullu. Skotið mun ekki hafa ollið neinum varanlegum líkamlegum skaða.
 
Það er einlæg ósk okkar að Keith nái fullum bata og þetta hafi ekki varanlega áhrif á hans körfuboltasferil. Hann var einn albesti varnarmaður deildarinnar á síðasta ári og frábær drengur sem gott var að hafa í kringum sig.
 
www.stjarnan-karfa.is
Fréttir
- Auglýsing -