Á morgun, fimmtudag, hefst fjögura daga körfuboltaveisla á Spáni, þar sem átta efstu liðin frá því um áramótin í deildinni mætast í bikarkeppni þeirra Spánverja, Copa Del Rey.
Keppnisfyrirkomulagið er einfalt, staða liða í deild um áramót ákvarðar hvaða lið fara í keppnina og leikið er frá fimmtudegi til sunnudags með hefðbundnu útsláttar fyrirkomulagi.
Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza leika annað kvöld gegn Caja Laboral kl. 21.30 að spænskum tíma í fyrstu umferð. Fari svo að CAI Zaragoza sigri á morgun munu þeir mæta sigurvegaranum úr leik Real og Barcelona á laugardaginn. Úrslitaleikurinn er svo á sunnudaginn.
7. febrúar
Real Madrid – Barcelona
Caja Laboral – CAI Zaragoza
8. febrúar
Valencia – Asefa Estudiantes
H. Gran Canaria – Uxeo Bilbao Basket
Mynd/ Jón Arnór Stefánsson í leik með Zaragoza gegn stórliði Barcelona.



