spot_img
HomeFréttirCooksey sagt upp í Hólminum

Cooksey sagt upp í Hólminum

Körfuknattleiksdeild Snæfells hefur leyst Vance Cooksey undan samningi. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells staðfesti þetta áðan við Karfan.is. 
 
Vance þótti ekki falla inn í aðstæður félagsins og náði ekki nægilega vel til liðsmanna félagsins. Félagið þarf nýtt blóð og stendur leit yfir að arftaka Cooksey. Það mun skýrast á næstu dögum hver verður hinn nýji erlendi leikmaður Snæfells. Vance Cooksey segir því skilið við Hólmara með 22,7 stig að meðaltali í leik, 5,6 fráköst og 6,7 stoðsendingar. 
 
Snæfell er í 8. sæti Domino´s deildar karla með 5 sigra í 11 leikjum.
Fréttir
- Auglýsing -