spot_img
HomeFréttirCoker byrjar árið með látum

Coker byrjar árið með látum

Heiðrún Kristmundsdóttir og liðsfélagar í Coker háskólanum í Bandaríkjunum hefja nýja árið með stæl en Coker hefur unnið alla þrjá leiki sína í ársbyrjun. Heiðrún Kristmundsdóttir hefur leikið með síðustu tvo leiki og er því komin aftur á ról eftir meiðsli.
 
 
Nú um síðastliðna helgi mættust Anderson og Coker þar sem lokatölur voru 66-72 Coker í vil. Heiðrún lék í 24 mínútur í leiknum, gerði 2 stig og gaf 5 stoðsendingar.
 
Coker og Carson Newman eru á toppi South Atlantic riðilsins en bæði lið hafa leikið átta leiki í riðlinum, unnið sex og tapað tveimur.
 
Heiðrún og félagar verða svo aftur á ferðinni aðfararnótt fimmtudags þegar liðið mætir Catawba.
  
Fréttir
- Auglýsing -