Þjálfari Duke háskólans Mike Krzyzewski hefur í gegnum tíðina verið nokkuð sigursæll með lið Duke. Svo sigursæll að hann er fjórði sigursælasti körfuknattleiksþjálfari í háskólaboltanum frá upphafi. Kallinn hefur unnið 983 leiki og er með tæplega 77% vinningshlutfall frá því hann hóf sinn feril hjá Army liðinu.
Það er ekki sjálfgefið fyrir svona sigursæla þjálfara að vera með allt á hreinu þegar þeir tapa óvænt eins og gerðist gegn Mercer háskólanum á fimmtudag. En Krzyzewski var með þetta allt á hreinu og sýndi auðmýkt. Þjálfarinn vippaði sér inní búningsherbergi hjá Mercer eftir leik og óskaði leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn og sagði að ef lið hans þurfti að tapa þá var fínt að tapa fyrir góðu liði.




