spot_img
HomeFréttirClippers tóku 2-0 forystu

Clippers tóku 2-0 forystu

Úrslitakeppnin í NBA deildinni er nú í fullum gangi og tveir leikir voru á dagskránni í nótt. LA Clippers tóku þá 2-0 forystu gegn Memphis og Bulls jöfnuðu 1-1 gegn Brooklyn Nets.
 
LA Clippers 93-91 Memphis (Clippers leiða 2-0)
Chris Paul fór fyrir Clippers með 24 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar. Mike Conley gerði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar í liði Memphis. Paul var hetja Clippers í leiknum og skellti niður sigurkörfunni um leið og leiktíminn rann út, færið erfitt en hann vildi niður að þessu sinni. Einvígið færist nú yfir til Memphis en þar munu næstu tveir leikir í seríunni fara fram.
 
Brooklyn 82-90 Chicago (1-1)
Luol Deng gerði 15 stig og tók 10 fráköst í liði Bulls sem unnu mikilvægan útisigur í seríunni. Næstu tveir leikir fara nefninlega fram á heimavelli Bulls. Það var svo miðherjinn Brook Lopez sem fór fyrir Brooklyn í nótt með 21 stig.
 
Sigurkarfan hjá Paul gegn Memphis (Phantom)
 
 
Úrslit næturinnar

FINAL
 
8:00 PM ET
CHI
90
BKN
82
20 27 22 21
 
 
 
 
17 29 11 25
90
82
  CHI BKN
P Deng 15 Lopez 21
R Boozer 12 Evans 8
A Hinrich 5 Williams 10
 
Highlights
 
FINAL
 
10:30 PM ET
MEM
91
Fréttir
- Auglýsing -