spot_img
HomeFréttirClippers-Raptors í beinni á NBA TV í nótt

Clippers-Raptors í beinni á NBA TV í nótt

18:00
{mosimage}

(Nær Kaman tíundu tvennunni í röð í nótt?) 

Þrír leikir fara fram í NBA deildinni í nótt og verður slagur LA Clippers og Toronto Raptors sýndur í beinni útsendingu á NBA TV kl. 03:30 eftir miðnætti í nótt. Þá mætast Chicago Bulls og LA Lakers og New Jersey Nets tekur á móti Sacramento Kings.

 

Raptors halda í nótt inn í sjö leikja útihrynu sem verður þeirra lengsta útihryna í ár. Raptors hafa unnið 14 leiki en tapað 11 á leiktíðinni en Clippers hafa unnið 9 leiki og tapað 14. Fróðlegt verður að sjá hvor ofurfrákastarinn, Chris Bosh eða Chris Kaman, hafi betur í baráttunni. 

Kaman hefur verið að leika vel í liði Clippers með 18,6 stig og 13,9 fráköst að meðaltali í leik en Chris Bosh hjá Raptors hefur gert 19 stig og tekið 8,8 fráköst að meðaltali í leik.  Þess má geta að Kaman er að leika sinn besta bolta í NBA deildinni þetta tímabilið og hefur náð tvöfaldri tvennu í síðustu níu leikjum Clippers. Hann er samtals kominn með 19 tvennur á leiktíðinni. 

Mynd: AP

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -