spot_img
HomeFréttirClippers og Pacers með sterkar endurkomur í nótt

Clippers og Pacers með sterkar endurkomur í nótt

Tveir leikir fóru fram í undanúrslitum NBA deildarinnar í nótt. LA Clippers og Indiana Pacers lentu bæði langt undir í sínum leikjum en börðu sér leið í átt að sigri. Clippers unnu upp 22 stiga forystu Oklahoma og Pacers unnu upp 19 stiga forystu Washington. Clippers og Oklahoma eru nú jöfn, 2-2 en Pacers leiða 3-1 gegn Wizards.
 
 
LA Clippers 101-99 Oklahoma
Oklahoma 2-2 LA Clippers
 
Kevin Durant boraði niður 40 stig þrátt fyrir að vera 1-7 í þristum en hann var líka með 7 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 varin skot. Hjá Clippers var Blake Griffin með 25 stig og 9 fráköst og Chris Paul bætti við 23 stigum og 10 stoðsendingum. Thunder virtust ætla að stinga af í upphafi leiksins en Clippers unnu sig til baka eftir að hafa lent 22 stigum undir og getið þið hver var að fylgjst með í stúkunni, jú enginn annar en Magic Johnson á sínum fyrsta Clippers-leik sem áhorfandi.
 
Washington 92-95 Indiana
Indiana 3-1 Washington
 
Paul George var í stuði hjá Pacers með 39 stig og 12 fráköst en Bradley Beal fór fyrir Wizards með 20 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Pacers voru á svipuðum nótum og Clippers í nótt, lentu mest undir með 19 stigum en fundu samt sigurinn gegn Wizards. Þrátt fyrir veglegt framlag hjá bekk Wizards sem skoraði 32-2 á bekk Pacers höfðu strákarnir hans Larry Bird sigur.
 
Topp 5 tilþrif næturinnar:
  
Fréttir
- Auglýsing -