spot_img
HomeFréttirClippers og Bulls hirða heimavöllinn

Clippers og Bulls hirða heimavöllinn

Joakim Noah sagði þegar ljóst var að Bulls myndu mæta Cavaliers í undanúrslitum austursins að hann, ótrúlegt en satt, hlakkaði til að fara til Cleveland að spila. Það var ekkert grín því Bulls rúlluðu inn í Quicken Loans höllina og stálu heimavellinum án þess að blikna með 99-92 sigri. 

 

Derrick Rose leiddi Bulls með 25 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá Cavs var Kyrie Irving frábær með 30 stig og 6 stoðsendingar. Það fór lítið fyrir LeBron James í stigaskorinu, skoraði aðeins 19 stig en tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. 6 af 9 töpuðum boltum Cavs komu frá LeBron.

 

Clippers virðast ekki þreyttir eftir spennuslaginn við Spurs um helgina heldur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Houston Rockets örugglega á heimavelli þeirra 117-101, án Chris Paul sem er að jafna sig eftir meiðslin sem hann hlaut í sjöunda leiknum gegn Spurs.

 

Blake Griffin fór fyrir sínum mönnum í Clippers með væna þrennu, 26 stig, 14 fráköst og 13 stoðsendingar. Næstur honum kom Jamal Crawford af bekknum með 21 stig og 4/6 í þristum. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -