spot_img
HomeFréttirClippers eygja fyrstu úrsilt vesturstrandar

Clippers eygja fyrstu úrsilt vesturstrandar

LA Clippers hafa tekið 3-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Houston Rockets. Clippers unnu fjórða leik liðanna í nótt 128-95! Clippers settu m.a. 43 stig á Rockets í þriðja leikhluta og Dwight Howard miðherja Rockets var vikið úr húsi en hann var meira í bullinu eins og þeir segja fremur en að spila körfubolta.

 

Talandi um bull þá hafa Rockets það að sið að „hakka“ DeAndre Jordan í liði Clippers þar sem kauði er arfaslök vítaskytta. Jordan tók 28 víti í fyrri hálfleik einum sem er nýtt met í úrslitakeppninni. Þessi aðferð sprakk í andlit Rockets því DeAndre setti niður 14 af 34 vítaskotum sínum í leiknum, almennt talin nöturleg niðurstaða fyrir vel flesta körfuboltamenn en áfangasigur hjá Jordan. 

Sex liðsmenn Clippers voru með 12 stig eða meira í leiknum en stigahæstur var DeAndre með 26 stig og 17 fráköst. Hjá Rockets var James Harden með 21 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. 

Clippers eygja nú von um fyrstu þátttöku sína í úrslitum vesturstrandarinnar og þurfa aðeins einn sigur til viðbótar til að það verði að veruleika. 

Fréttir
- Auglýsing -