spot_img
HomeFréttirCleveland við stjórnvölin: Jafnt hjá Suns og Spurs

Cleveland við stjórnvölin: Jafnt hjá Suns og Spurs

09:18 

{mosimage}

 

(LeBron var tæpur á þrennunni í nótt)

 

Tveir leikir fóru fram í undanúrslitum austur- og vesturstrandar í NBA deildinni í nótt. Cleveland Cavaliers tóku 3-1 forystu í einvíginu gegn New Jersey Nets með naumum 87-85 sigri og Phoenix Suns jöfnuðu metin í 2-2 gegn San Antonio Spurs.

 

Spennan var rafmögnuðu í fjórða leik Cleveland og New Jersy þar sem LeBron James var allt í öllu með 30 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar hjá Cavaliers. Lokatölur leiksins voru 87-85 Cavaliers í vil eftir frábæra varnartilburði Cavaliers. New Jersey áttu möguleika í lokin á teigskoti sem hefði getað komið leiknum í framlengingu en Eric Snow lék fantavörn á Vince Carter sem missti boltann út af og sigur Cavaliers var því í höfn. Hjá Nets voru Vince Carer og Mikki Moore atkvæðamestir með 25 stig en Carter var nálægt þrennunni með 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Jason Kidd tók 17 fráköst í leiknum og gaf 7 stoðsendingar en hann gerði aðeins 5 stig á þeim 44 mínútum sem hann lék og hitti aðeins úr einu af sjö þriggja stiga skotum sínum.

 

Phoenix Suns unnu mikilvægan sigur í Alamodome í San Antonio í nótt 98-104 og jöfnuðu þar með einvígið 2-2. Suns reyndust mun sterkari í fjórða og síðasta leikhlutanum þar sem þeir settu niður 32 stig gegn aðeins 18 frá heimamönnum. Steve Nash landaði ruddatvennu með 24 stig og 15 stoðsendingar fyrir Suns en stigahæstur hjá Suns var Amare Stoudemire með 26 stig og 9 fráköst.

Hjá Spurs var Tony Parker með 23 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst en Tim Duncan gerði 21 stig og tók 11 fráköst.

Nokkur hiti var í leikmönnum beggja liða og gerðist Robert Horry sekur um hrottaskap í garð Nash þegar hann stjakaði hressilega við Nash sem hrundi í gólfið. Nokkur darraðardans varð á vellinum fyrir vikið sem lyktaði með því að Horry var sendur úr húsi og Raja Bell fékk dæmt á sig tæknivíti. Liðin tóku þá sitt hvort vítaskotið og eftir þau varð staðan 98-101 Suns í vil sem síðan héldu fengnum hlut til leiksloka.

 

[email protected]

 

Myndir: AP

 

{mosimage}

 

(Horry og Nash í riskingum eftir að Horry hafði sent Nash harkalega í gólfið)

Fréttir
- Auglýsing -