spot_img
HomeFréttirCleveland vann Miami þrátt fyrir þrennu James

Cleveland vann Miami þrátt fyrir þrennu James

LeBron James hlaut svo sannarlega óblíðar móttökur þegar hans gamla lið, Cleveland Cavaliers tók á móti nýjum félögum hans í Miami Heat.  Hlutskipti liðanna hefur verið mjög ólíkt það sem af er tímabili en á meðan Miami berst á toppi Austurdeildar hefur Cleveland límt sig rækilega við botninn.  Það var þó ekki að sjá í nótt þegar Cleveland vann gríðarlega óvæntan sigur á Sólstrandargæjunum í Heat, þrátt fyrir þrennu LeBron James.  JJ Hickson átti stórgóðan leik í liði Cleveland sem er þrátt fyrir sigurinn enn með lélegasta vinningshlutfall deildarinnar.  Öll úrslit má sem fyrr sjá hér að neðan.

Miami Heat-Cleveland Cavaliers (90-102, MIA: James 27 stig, 12 stoðsendingar, 10 fráköst.  CLE:Hickson 21 stig, 12 fráköst.

Houston Rockets-New Jersey Nets (112-87, HOU: Martin 20 stig.  NJN: Lopez 22 stig.)

Golden State Warriors-Oklahoma City Thunder (114-115, GSW: Curry 35 stig, Lee 24 stig, 15 fráköst, Ellis 20 stig 11 stoðsendingar. OKC: Durant 39 stig.)

Phoenix Suns-Sacramento Kings (113-116, PHO: Frye 21 stig, 9 fráköst, Dudley 21 stig.  SAC: Thornton 24 stig, 11 fráköst.)

Elías Karl

Fréttir
- Auglýsing -