spot_img
HomeFréttirCleveland og Chicago opna NBA vertíðina

Cleveland og Chicago opna NBA vertíðina

NBA deildin hefst þann 27. október næstkomandi og verður viðureign Cleveland Cavaliers og Chicago Bulls opnunarleikur tímabilsins. Leikurinn fer fram í Chicago. Bulls mæta til leiks með nýjan þjálfara, Fred Hoiberg og svo verður forvitnilegt að sjá hvaða Derrick Rose mætir til leiks hjá Bulls.

Meistarar Golden State fá meistarahringana sína afhenta á heimavelli þegar New Orleans Pelicans koma í heimsókn (27. okt). 

Á jóladag fáum við svo eftirfarandi leiki:

Miami Heat – New Orleans Pelicans
Oklahoma City Thunder – Chicago Bulls 
Golden State Warriors – Cleveland Cavaliers
Houston Rockets – San Antonio Spurs
LA Lakers – LA Clippers 

Á næstsíðasta degi ársins 2015, þann 30. desember fáum við svo tímalausa klassík þegar Los Angeles Lakers heimsækja Boston Celtics. 

Nánar hér

Fréttir
- Auglýsing -