Eftir gott power nap (beauty-blundur….) í dag (gær) er allt klárt fyrir þá snilld sem oddaleikur NBA FINALS er! Poppið u.þ.b. að fara í örbylgjuofninn og Nóakropp „the iceing on the cake“!
Framundan er oddaleikur bestu liða NBA deildarinnar í vetur, Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers. Að öllum líkindum eru þetta bestu lið heims í dag en ég ætla EKKI og mun ALDREI tala um NBA-meistara sem WORLD CHAMPIONS eins og sumir Kanarnir gera….
Eftir að Warriors virtust vera komnir með 8 putta á Larry O´Brien bikarinn með því að ná 3-1 forystu með næsta leik á heimavelli til að klófesta titilinn endanlega, þá gengu LeBron og félagar á lagið og jöfnuðu seríuna! Eflaust hafði mikil áhrif á Golden State að Draymond Green var í banni í fimmta leiknum en í þeim leik voru LeBron og Kyrie Erving algerlega óstöðvandi og skoruðu sitthvor 41 stigin! LeBron smellti svo í annan 41. stigs leik sem Cleveland sigraði sannfærandi. LeBron með vindinn í seglin en MVP tímabilsins, Stephen Curry með heimavöllinn í sínu liði og á ennþá eftir að koma með stórleik á sinn mælikvarða.
Game on!
Cleveland setti fyrstu 4 stig leiksins en Harrison nokkur Barnes svaraði með þristi en fram að þessum tímapunkti var hann 2/24 í seríunni og hafði klikkað á síðustu 14 skotum (2. og 3.stiga skot)…. Ekki virtist þetta þó kveikja í honum því fljótlega var hann kominn í 1/5 þrátt fyrir að vera með opin skot. LeBron byrjaði frekar illa og var með 3 tapaða bolta en monster-dunk kveikti aðeins í honum og endaði hann 1. leikhluta með 6 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar. Kevin Love líka grimmur og kominn með 7 fráköst og 5 stig. Steph Curry með 2 flotta þrista hinum megin og Draymond Green líka góður með 7 stig. Allt hreinlega í járnum og Cleveland leiðir með 1 stigi eftir opnunarhlutann, 23-22.
Áfram var allt í járnum í 2. leikhluta, ekki margt sem benti til annars en þvílíks naglbíts! Liðin skiptust á að hafa þetta 1-2 stig í forystu og allt hreinlega á suðupunkti! LeBron áfram bestur gestanna og strax farinn að daðra við tvennu og 2. leikhluti rétt rúmlega hálfnaður. Hjá heimamönnum var Green sjóðandi heitur og kominn með 13 stig (3/3 í þristum). Curry líka góður og kominn með 9 stig. Eftir leikhlé tóku Warriors frumkvæðið, leiddir áfram af Green sem áfram hélt hitanum í sér og var kominn með 22 stig í hálfleik, þar af 5/5 í þristum! Auk þess var hann kominn með 6 stig, 5 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Sá ætlaði sér að bæta fyrir bannið í 5. leiknum! LeBron stigahæstur Cavaliers með 12 stig (8 fráköst og 5 stoðsendingar) og Kyrie Erving kominn með 9 stig. Í raun ótrúlegt að forysta Golden State hafi einungis verið 7 stig í hálfleik, 49-42 því þeir voru að hitta mun betur í 3-stiga skotum, 10/21 á meðan Cleveland var einungis með 1/14!
Það var von á einhverju í seinni hálfleik!
3. leikhluti var magnaður! Liðin skiptust á að eiga stór áhlaup og eftir að hafa verið 7 stigum undir í hálfleik voru Cleveland um tíma komnir 8 stigum yfir. Meistararnir áttu samt lokasprettinn fyrir lokafjórðunginn og lokuðu honum 1 stigi yfir, 76-75. Þótt ótrúlegt megi virðast klikkaði Green á 3-stiga skoti en fann fjölina svo aftur og var kominn með 28 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Harrion Barnes kom líka sterkur upp í lokin og var kominn með 10 stig. „Splash-bræður komnir yfir 10 stigin, Curry með 14 og Klay Thomson með 10. Hjá Cleveland datt Kyrie Erving í gang og setti 14 stig í fjórðungnum og var kominn með 21 stig. Lebron með 18 og JR Smith snögghitnaði í upphafi fjórðungsins var kominn með 12 stig fyrir lokabardagann.
Liðin skiptust áfram á höggum í síðasta fjóðungnum og þegar 2:50 voru eftir var staðan hnífjöfn, 89-89…. Þvílíkur oddaleikur í gangi! Kyrie Erving setti síðan ótrúlegan þrist og kom Cleveland 3 stigum yfir þegar tæp mínúta lifði leiks. Léleg sókn Golden State endaði með lélegu 3-stiga skoti Steph Curry og Cleveland með pálmann í höndunum og ótrúleg endurkoma þeirra næstum því fullkomnuð! LeBron fór svo á vítalínuna og setti annað vítið niður, Cleveland 4 stigum yfir og 10 sekúndur eftir. Golden State tókst ekki að skora og Cleveland því NBA meistari í fyrsta sinn ef ég fer með rétt mál! Margra áratuga bið Cleveland-borgar eftir stórum titli í helstu íþróttum Bandaríkjanna því á enda og allt væntanlega CRAZY í Ohio-fylki! Aldrei áður hafði liði sem var undir 1-3, tekist að koma til baka og vinna en Cleveland er komið í sögubækurnar.
Ekki þarf að koma á óvart að LeBron James var valinn MVP FINALS en hann skilaði „ágætis“ þrennu í oddaleiknum, 27 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar. Stal 2 boltum og varði 3 skot, 1 m.a. á mjög mikilvægum tímapunkti þegar staðan var 89-89. Kyrie Irving bætti svo við 26 stigum og 6 fráköstum.
Umfjöllun/ SDD
Öll helstu tilþrif leiksins: