11:15
{mosimage}
(Stríðsöskur! James og Varejao voru grimmir í nótt)
Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers mættust í fjórða úrslitaleik liðanna á Austurströnd NBA deildarinnar í nótt og voru það LeBron James og liðsmenn hans í Cavs sem jöfnuðu metin við Pistons. Lokatölur leiksins í nótt voru 91-87 Cleveland í vil. LeBron James gerði 25 stig fyrir Cleveland í leiknum en í fjórða leikhluta fór hann á kostum og gerði þar 13 af 25 stigum sínum í leiknum. Nýliðinn Daniel Gibson átti einnig góðan dag í liði Cavs og setti niður 21 stig en hann sýndi af sér stáltaugar er hann hitti úr öllum 12 vítaskotum sínum í leiknum. Staðan í einvígi liðanna er því jöfn, 2-2.
LeBreon James hafði fengið nokkra gagnrýni vestra fyrir frammistöður sínar í fjórða leikhluta í leikjum 1 og 2 fékk uppreisn æru í nótt og skipaði svo fyrir að í fjórða leikhluta skyldu sínir liðsmenn koma boltanum til sín. Það gekk eftir að spila uppi James sem leiddi sína menn til sigur. Auk þess að gera 25 stig gaf James 11 stoðsendingar og tók 7 fráköst.
Hjá Pistons var Chaunsey Billups stigahæstur með 23 stig en hann tók einnig 9 fráköst. Félagi hans Rip Hamilton gerði 19 stig fyrir Pistons og tók 8 fráköst.
Þess má geta að Cleveland hafa unnið alla tíu leiki sína í úrslitakeppninni þar sem LeBron James gerir 20 stig eða meira á leik. Þessir 10 sigrar Cavs eru jafnframt félagsmet í úrslitakeppninni.
Nú færist einvígið aftur til Detriot á heimavöll Pistons en þar töpuðu Cavs fyrstu tveimur leikjunum og ætli þeir sér að komast í úrslit deildarinnar verða þeir að stela sigri í Detroit.
Mynd: AP



