spot_img
HomeFréttirCibona keypti Kovac af ÍR

Cibona keypti Kovac af ÍR

Sögunni í kringum Roberto Kovac leikmann virðist vera lokið en hann hefur verið tilkynntur sem leikmaður Cibona. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.

Fyrir um mánuði tilkynnti ÍR að svissneski leikmaðurinn Roberto Kovac hefði samið við liðið um að leika með því. Kovac þessi lék með Svissneska landsliðinu gegn því Íslenska á dögununm og má segja að hann hafi sannarlega sökkt því Íslenska. Kovac setti 29 stig á Ísland og þar af 6 þriggja stiga körfur.

Þar með jókst áhuginn á leikmanninum sem fékk tækifæri til að semja við hið sterka lið Cibona. Karfan greindi frá því fyrst að Kovac væri með tvo samninga en forsvarsmenn ÍR voru á því að hann væri leikmaður ÍR.

Heimasíða svissneska körfuknattleikssambandsins segir frá því að Cibona hafi keypt upp samning Kovac af ÍR og hafi því getað samið við hann formlega. Miðað við fréttaflutning Cibona mun Kovac hafa æft með liðinu síðustu þrjár vikur en um helgina voru félagaskiptin formlega tilkynnt.

Fréttirnar af Kovac eru ekki þær einu slæmu sem Breiðhyltingar hafa fengið í sumar. ÍR hefur misst allt byrjunarlið af sterkum leikmönnum í sumar og höfðu því væntanlega miklar væntingar til Kovac fyrir veturinn. Á síðustu vikum hefur liðið hinsvegar samið við Collin Pryor og Evan Singletary.

Fréttir
- Auglýsing -