spot_img
HomeFréttirChristian Drejer verður aðstoðarlandsliðsþjálfari hjá Dönum

Christian Drejer verður aðstoðarlandsliðsþjálfari hjá Dönum

20:21

{mosimage}

Eins og greint var frá á karfan.is fyrir ekki svo löngu hefur fremsti körfuknattleiksmaður Dana, Christian Drejer, þurft að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Nú hefur Drejer fengið hlutverk hjá danska sambandinu og verður einn af aðstoðarmönnum Allan Foss landsliðsþjálfara Dana.

Drejer verður tæknilegur þjálfari fyrir yngri leikmenn og vonast Danir til að hann geti nýtt alþjóðlega reynslu sína til að gera yngri leikmennina betri.

Allan Foss að með því að fá Drejer í verkefnið ætli þeir að klóna hann og fá nokkur eintök af honum í framtíðarlandsliðið.

Drejer ætti því að mæta með danska liðinu þegar það leikur gegn Íslandi á Íslandi í september í B deild Evrópukeppninnar.

[email protected]

Mynd: www.euroleague.net

 

Fréttir
- Auglýsing -