spot_img
HomeFréttirChristian Drejer verður að leggja skóna á hilluna

Christian Drejer verður að leggja skóna á hilluna

8:00

{mosimage}

Danska körfuboltaþjóðin varð fyrir miklu áfalli nú í vikunni þegar besti leikmaður Dana fyrri og síðar, Christian Drejer, varð að leggja skóna á hilluna 25 ára gamall. Drejer sem hefur verið samningsbundinn Lottomatica Roma í vetur hefur átt við meiðsli að stríða í nokkur ár og nú er svo komið að hann þarf í beinígræðslu til að geta haldið áfram og verður þá frá í a.m.k. 2 ár.

 

Hann hefur því ákveðið að láta þetta gott heita og stefnir að því að þjálfa í framtíðinni sem og að veita ungum og efnilegum leikmönnum ráðgjöf. 

Drejer hefur komið víða við á ferlinum, er uppalinn í Gentofte í Danmörku og hóf ferilinn með SISU áður en hann hélt til Bandaríkjanna til náms. Þar lék hann með liði Florida Gators áður en hann skipti til Barcelona þar sem hann lék um tíma. Síðan lá leiðin til Ítalíu á síðasta tímabili þar sem hann lék með VidiVici Bologna en liðið komst í undanúrslit í FIBA EuroCup á síðasta ári. Drejer skipti svo til Roma í haust þar sem hann hitti fyrir fyrrum félaga sinn úr Barcelona, D Bodrioga. Hann hóf tímabilið vel og var stigahæstur í æfingaleik gegn Toronto Raptors en fljótlega eftir það gaf fóturinn sig og hann hefur ekki leikið meira á leiktíðinni. 

Það er því ljóst að Danir hafa misst sterkt vopn í baráttunni í B deild Evrópukeppninnar sem hefst í haust en þeir eru einmitt með Íslandi í riðli. 

[email protected] 

Mynd: www.euroleague.net

 

Fréttir
- Auglýsing -