Erlendur leikmaður Snæfells, Christian Covile, hefur ákveðið að taka slaginn með liðinu í 1. deild karla á komandi tímabili. Covile kom til liðsins eftir síðustu áramót og skoraði að meðaltali 24 stig og tók 10 fráköst í þeim 8 leikjum sem hann spilaði.
Þá framlengdi framherjinn Rúnar Þór Ragnarsson frá Kverná einnig samningi sínum við félagið, en hann kom til liðsins fyrir síðasta tímabil.