spot_img
HomeFréttirChris Paul skipti um skoðun – ætlar að vera áfram í New...

Chris Paul skipti um skoðun – ætlar að vera áfram í New Orleans

Dell Demps, framkvæmdastjóri New Orleans Hornets, sagði á blaðamannafundi í gær að Chris Paul hafi snúist hugur og vilji ekki yfirgefa félagið. Demps og Chris Paul ræddu málin í gær á 90 mínútna löngum fundi og niðurstaðan var að Paul óskar þess ekki að vera skipt.
Þær fréttir hafa gengið um netheima að Chris Paul muni óska eftir því að fara frá New Orleans og ræddi hann það m.a. í brúðkaupi vinar síns Carmelo Anthony á dögunum þá hugmynd að annað súper þríeyki myndi koma saman.
 
Demps sem er ný framkvæmdastjóri Hornets náði að sannfæra stjörnu liðsins að stefna hans og félagsins er að vinna leiki. Það er eitthvað sem Chris Paul vildi heyra en félagið hefur farið hratt niður eftir frábært 2007-2008 tímabil.
 
Nú er ljóst að dramatíkin í kringum Chris Paul er lokið … í bili. En ljóst er að New Orleans þarf að styrkja sig hressilega ef liðið ætlar að standast kröfur Chris Pauls og fara að blanda sér í toppbaráttuna á ný.
 
 
Mynd: Chris Paul hætti við að óska eftir því að vera skipt og verður nú um kyrrt í New Orleans.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -