Chris Paul átti slakan leik gegn Lakers í fyrsta leik tímabilsins en reif sig heldur betur upp í þeim næsta sem var ansi hress leikur gegn Golden State Warriors.
Leikurinn fór 115-126 fyrir Clippers og skoraði Paul 42 stig og hitti 12/20 (65% eFG) skotum utan að velli. Einnig bætti hann við 15 stoðsendingum og 6 stolnum boltum.



