spot_img
HomeFréttirChris Paul á leið til Houston Rockets í sumar

Chris Paul á leið til Houston Rockets í sumar

Þær fréttir voru að berast úr NBA deildinni að Chris Paul muni leika með James Harden og félögum í Houston Rockets á næsta tímabili. Blaðamaðurinn Adrian Wojnarowski hjá Yahoo sagði frá þessu fyrstur eins og flestu öðru. 

 

Chris Paul hefur samþykkt að nýta ákvæði sitt við Los Angeles Clippers um að framlengja samning við liðið um eitt ár. Eftir það verður honum skipt til Houston Rockets í staðin fyrir Patrick Beverley, Sam Dekker, Lou Williams og val Houston í nýliðavalinu 2018. 

 

Samkvæmt Woj munu þeir Chris Paul og James Harden hafa verið ákveðnir í að spila saman og fundið þessa leið til þess að láta það gerast með félögunum. Chris Paul hefur níu sinnum verið valinn í stjörnulið NBA deildarinnar, fjórum sinnum í besta lið deildarinnar og sjö sinnum í besta varnarlið deildarinnar. Auk þess á hann tvö Ólympíugull með liði Bandaríkjanna en hann og Harden léku einmitt saman fyrsta á Ólympíuleikunum 2012 í London. 

 

Fréttir
- Auglýsing -