spot_img
HomeFréttirChris Miller-Williams til liðs við KFÍ

Chris Miller-Williams til liðs við KFÍ

 
 
Ísfirðingar hafa samið við bandarískan leikmann að nafni Chris Miller-Williams sem er 24 ára gamall. Leikmaðurinn er 198 cm á hæð og 107 kg. Hann spilaði síðast í liði Georgia Lions í UBA deidinni í BNA og var þar með 19 stig, 10 fráköst og 2,2 stoðsendingar að meðaltali í leik, var með 51.9% nýtingu úr skotum sínum og var auk þess valinn nýliði ársins í deildinni. www.kfi.is greinir frá.
Á heimasíðu KFÍ segir ennfremur:
Chris er kraftmikill leikmaður sem spilaði í West Georgia State og South Carolina State áður en hann fór í UBA deildina. Sú deild er mjög sterk og stóð hann sig mjög vel. Hann getur spilað nokkrar stöður á vellinum og er einkar góður varnarmaður einnig. Chris er væntanlegur til okkar í ágúst með Craig okkar.
 
Æfingar eru að hefjast með Pétri Má, en núna eru leikmenn á fullu að styrkja sig undir handleiðslu hins frábæra þjálfara Jóns Oddsonar sem mun vera aðstoðarþjálfari Péturs.
 
Fréttir
- Auglýsing -