12:09
{mosimage}
(Kaman verður í þýska búningnum í sumar)
Miðherji L.A. Clippers, Chris Kaman, hefur fengið þýskt vegabréf og er því gjaldgengur með þýska landsliðinu. Mun hann án efa styrkja þýska liðið afar mikið en Kaman sem er 26 ára gamall er 2.13 metrar á hæð og í vetur skoraði 15.7 stig, tók 12.7 fráköst og varði 2.8 skot í leik.
Þessi fréttir glöddu besta leikmann Þýskalands, Dirk Nowitzki, sem sagði að liðið yrði sterkara undir körfunni með risann frá Michigan en Kaman lék með Central Michigan háskólanum áður en hann fór í NBA þar sem hann lék m.a. með Mike Manciel og Whitney Robinson, fyrrverandi leikmönnum Hauka.
Langafi og amma hans Kaman eru þýsk og því er hann löglegur með landsliðinu.
Kaman var einn besti miðherji NBA í vetur og átti frábært tímabil.
Mynd: fiba.com