Chris Copeland, 31 árs framherji Indiana Pacers var stunginn í kviðinn fyrir utan skemmtistað í New York borg í morgun. Copeland var þar ásamt eiginkonu sinni, Katrine Saltara.
Hinn grunaði er Shezoy Bleary, 22 ára en með honum var Catherine Somani sem slasaðist einnig frá hendi Bleary í átökunum.
Handteknir voru einnig á staðnum Atlanta Hawks leikmennirnir Pero Antic og Thabo Sefolosha en þeir hafa verið ákærðir fyrir að hindra lögreglu að störfum og framgang réttvísinnar. Gefið hefur verið upp að þeir hafi neitað að láta vísa sér af vettvangi þegar lögreglan hóf þar rannsókn.
Pacers eiga leik gegn New York Knicks í Madison Square Arena í kvöld en Hawks eiga einnig leik í kvöld gegn Brooklyn Nets í Barclay's Arena.
Mynd: Hoopshabit.com



