spot_img
HomeFréttirChris Caird tekur við þjálfun Selfoss Körfu

Chris Caird tekur við þjálfun Selfoss Körfu

 

Fyrrum leikmaður og aðstoðarþjálfari Tindastóls í Dominos deildinni, Chris Caird, hefur tekið við þjálfun 1. deildarliðs Selfoss Körfu (áður FSu) fyrir komandi tímabil. Ásamt því að þjálfa meistaraflokk félagsins mun Chris einnig sjá um þjálfun unglingaflokk félagsins og aðstoða þjálfara akademíunnar.

 

Áður hefur Chris ekki reynslu sem aðalþjálfari meistaraflokks félags, en hann hefur verið með yngri flokka og aðstoðað með meistaraflokk. Þá er Selfoss honum ekki ókunnugur staður, en sem leikmaður lék hann með félaginu í Dominos deildinni fyrir tveimur árum.

 

Fréttatilkynningu Selfoss Körfu má lesa hér 

Fréttir
- Auglýsing -