spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaChris Caird og London Lions á góðu skriði í bresku úrvalsdeildinni og...

Chris Caird og London Lions á góðu skriði í bresku úrvalsdeildinni og EuroCup

Hinn bresk íslenski Chris Caird hélt austur um haf til London fyrir yfirstandandi tímabil til þess að taka við aðstoðarþjálfarastöðu hjá London Lions eftir margra ára veru hjá akademíu Selfoss í fyrstu deild karla.

Bæði leika Lions í bresku úrvalsdeildinni sem og í EuroCup, sem er sterk evrópsk deildarkeppni þar sem mörg af bestu liðum álfunnar etja kappi. Lions unnu tvöfalt í Bretlandi í fyrra og hafa náð að fylgja því eftir það sem af er tímabili með því að vinna 22 af 25 leikjum deildarkeppninnar og eru þeir taldir gífurlega líklegir til þess að verja titla sína.

Í Evrópukeppninni EuroCup hafa Lions einning gert vel, eru sem stendur í þriðja sæti af tíu í A riðil keppninnar með 10 sigra úr 15 leikjum, en sex efstu liðin fara áfram í úrslitakeppni keppninnar nú í vor.

Fréttir
- Auglýsing -