spot_img
HomeFréttirChris Caird með Tindastól í kvöld

Chris Caird með Tindastól í kvöld

 

Leikmaður Tindastóls, Christopher Caird, verður samkvæmt þjálfara liðsins Israel Martin í leikmannahópi sinna manna í fyrsta skipti í kvöld síðan í lok janúar, en þá meiddist hann á hnéi og þurfti að fara í aðgerð framhaldinu. Samkvæmt þjálfaranum er Caird þó ekki nálægt sínu besta og ólíklegt er að hann spili margar mínútur í leik kvöldsins í 8 liða úrslitunum gegn Keflavík. Jákvætt hlýtur þó að þykja fyrir Skagfirðinga að Caird sé kominn af stað aftur, en áður en að hann meiddist var hann að skila um 20 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -