Choerntour Viliamson eða eins og við þekkjum hann, Hörður Axel Vilhjálmsson, mátti fella sig við ósigur með Trikala í grísku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið lát 83-77 gegn Apollon Patras.

Choerntour Viliamson er það sem stattblaðið bauð upp á í leiknum í gær og ekki laust við að Choerntour gæti fylgt okkar manni eitthvað áfram en þeir þarna í Grikklandi eru bersýnilega ekki að missa neinn svefn yfir stafsetningunni.
Hörður gerði 2 stig í leikknum, tók eitt frákast og var duglegur að mata félaga sína með 7 stoðendingar. Trikala er í 10. sæti grísku deildarinnar með 5 sigra og 8 tapleiki.
Staðan í Grikklandi
| A1 Standings | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
Mynd af Instagram-síðu Harðar/ Okkar maður eftir barninginn í Grikklandi en þetta er í annað sinn sem hann hlýtur höfuðáverka þar í landi en nú kom það á æfingu fyrir leikinn í gær.



