spot_img
HomeFréttirChildress samdi við gríska liðið

Childress samdi við gríska liðið

12:53

{mosimage}
(Childess verður í rauðu á næsta tímabili)

Josh Childress, leikmaður Atlanta Hawks, hefur ákveðið að semja við Olympiakos og er samningurinn til þriggja ára. Eins og Karfan.is greindi frá fyrr í vikunni var NBA-leikmanninum boðið afar freistandi tilboð af Grikkjunum.

Childress hefur nýtt undanfarin sumur til að ferðast um Evrópu með vinum sínum og þegar þetta tilboð barst honum gat hann ekki sagt nei. ,,Okkar helstu andstæðingar eru Panathinaikos og þetta er svona Duke-Carolina sinnum fimm,“ sagði Childress  og bætti við að hann væri spenntur að breikka sjóndeildarhring sinn sem einstaklingur og að ganga til liðs sem er með meiri liðssamkennd heldur en gengur og gerist almennt í Ameríku.

Samingurinn er til þriggja ára og mun hann fá í vasann um 7 milljónir dollara fyrir hvert tímabil. Samingurinn er þó með uppsagnarákvæði eftir hvert tímabil þannig að Childress gæti verið kominn í NBA á næsta ári.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -