Josh Childress er kominn í NBA deildina á nýjan leik eftir tveggja ára veru hjá gríska liðinu Olympiacos. Childress samdi við Phoenix Suns í ,,skiptipakka“ við Atlanta Hawks þar sem hann lék áður en hann hélt til Grikklands.
Hawks fá fyrir Childress fá nýliðaval Suns í annarri umferð nýliðavalsins árið 2012 í stað Childress. Kappinn er 27 ára gamall og gerði fimm ára samning við Suns.
Ljósmynd/ Childress er kominn í NBA deildina á nýjan leik