14:00
{mosimage}
(Ben Wallace í baráttunni)
Ben Wallace var einn þriggja sem meiddust hjá Bulls í nótt NordicPhotos/GettyImages Fimm leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Chicago lagði Milwaukee 97-81 en missti þá Ben Wallace, Tyrus Thomas og Joakim Noah alla í meiðsli í leiknum. Frá þessu er greint á www.visir.is
Kirk Hinrich skoraði 20 stig fyrir Chicago í leiknum en þeir Wallace og Noah meiddust á ökkla og Thomas á fæti. Meiðsli þeirra eru ekki talin mjög alvarleg, en koma á viðkvæmum tíma þar sem deildarkeppnin í NBA hefst eftir helgina.
Phoenix lagði Denver 116-113 í skemmtilegum leik þar sem þristur frá nýliðanum D.J. Strawberry þegar 3 sekúndur voru eftir tryggði Phoenix sigurinn. Amare Stoudemire sneri aftur í lið Phoenix í fyrsta sinn á undirbúningstímanum eftir meiðsli. Grant Hill var stigahæstur í jöfnu liði Phoenix með 17 stig, en Allen Iverson (24) og Carmelo Anthony (22) voru bestir hjá Denver.
Chris Bosh lék með Toronto á ný þegar liðið burstaði Cleveland 111-78. Carlos Delfino skoraði 18 stig fyrir Toronto en LeBron James 17 fyrir Cleveland. Orlando lagði San Antonio 99-90 þar sem Rashard Lewis sneri aftur í lið Orlando eftir ökklameiðsli. Hann skoraði 16 stig í leiknum eins og Carlos Arroyo, en Manu Ginobili skoraði 21 fyrir San Antonio og Tony Parker 18.
Loks vann Philadelphia 91-83 sigur á New Jersey þar sem Andre Miller skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Bostjan Nachbar setti 17 fyrir New Jersey.



