spot_img
HomeFréttirChicago í úrslit austurstrandarinnar í fyrsta skipti síðan 1998

Chicago í úrslit austurstrandarinnar í fyrsta skipti síðan 1998

Chicago vann góðan sigur á Atlanta í nótt 73-93 og eru því komnir í úrslit austurstrandarinnar í NBA. Þar mæta þeir Miami sem sló út Boston 4-1. Fyrsti leikur liðanna verður á sunnudag og hefst hann á miðnætti að íslenskum tíma.
Carlos Boozer var stigahæstur Chicago manna með 23 stig og 10 fráköst. Derrick Rose bætti við 19 stigum og einnig gaf hann 12 stoðsendingar.
 
Hjá Atlanta var Joe Johnson með 19 stig og Josh Smith setti 18 stig fyrir heimamenn sem duttu út 4-2.
 
Mynd: Derrick Rose hefur ástæðu til að brosa en lið hans er komið í úrslit austurstrandarinnar.
 
Fréttir
- Auglýsing -