spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaChaz Williams aftur til Njarðvíkur

Chaz Williams aftur til Njarðvíkur

Njarðvík heur á nýjan leik samið við bakvörðinn Chaz Williams um að leika með liðinu í Subway deild karla á næsta tímabili.

Chaz er 32 ára bakvörður sem kemur til Njarðvíkur frá Ourense í Leb Oro deildinni á Spáni. Ásamt því að hafa leikið þar hefur hann einnig leikið sem atvinnumaður í Finnlandi, Frakklandi, Makedóníu, Sviss, Tyrklandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, en tímabilið 2019-20 var hann á mála hjá Njarðvík í Dominos deildinni. Þá skilaði hann 20 stigum, 5 fráköstum og 8 stoðsendingum að meðaltali í leik fyrir liðið.

Fréttir
- Auglýsing -