spot_img
HomeFréttirChaz Carr til ÍR

Chaz Carr til ÍR

13:14

{mosimage}

Iceland Express deildar lið ÍR er á fullu eins og önnur lið að manna lið sitt fyrir veturinn. Þeir hafa nú samið við bandaríska leikstjórnandann Chaz Carr sem er 26 ára.

Carr þessi er 183 cm og hefur leikið undanfarin ár víða um Evrópu, nú síðast í Þýskalandi í Pro A deildinni sem er næst efsta deildin þar. Þá hefur hann leikið í Póllandi og Slóveníu. Þá lék hann með Boston háskólanum í NCAA deildinni.

Chaz Carr er einnig með vegabréf frá Jamaica og hefur leikið með landsliði þess.

Jón Arnar Ingvarsson þjálfari ÍR sagði við karfan.is að hann vænti mikils af Carr eins og öðrum leikmönnum. Hans hlutverk yrði það sama og Nate Brown hafði hjá liðinu síðasta vetur.

[email protected]

Mynd: www.adriaticbasket.com

Fréttir
- Auglýsing -