spot_img
HomeFréttirChampions League FIBA á næsta tímabili

Champions League FIBA á næsta tímabili

FIBA hefur gefið það út að á næsta tímabili hefjist Champions League í körfuboltanum í Evrópu.  Forráðamenn sjö stærstu körfuboltaríkja Evrópu hittust í Róm í nóvember og ræddu um hvernig deildin eigi að vera og þróast. 

Það voru forráðamenn frá Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu, Rússlandi, Spáni og Tyrklandi sem voru mættir til þessa fundar.  Þátttakendur á þessum fundi ræddu það hvernig mögulega ætti að koma á deildinni og hvernig topp klúbbar Evrópu myndu svo vinna sér inn þáttökurétt í deildinni. 

Unnið hefur verið að þessari tillögu nú lengi og ætti hún að leysa 15 ára langt strembið samband milli körfuknattleikssambanda varðandi eina sterka deild sem spiluð yrði í anda Champions League í fótboltanum. Ef hugmyndin myndi ganga upp myndi hvert lið fá 30 milljón Evrur í sinn vasa fyrir þáttöku í deildinni. 

Allt útlit er fyrir að þessi aðgerði muni ríða Euroleague að fullu en Euroleague er stærsta Evrópukeppni félagsliða um þessar mundir en er í einkarekstri. Umtalsverð óánægja hefur verið hjá fjölda klúbba sem og körfuknattleikshreyfingum FIBA og FIBA Europe með frammistöðu Euroleague síðustu ár og hefur FIBA Europe m.a. hafið málaferli á hendur Euroleague vegna vangoldinna gjalda.

Fréttir
- Auglýsing -