spot_img
HomeFréttirCeltics, Raptors og Pelicans í 2-0

Celtics, Raptors og Pelicans í 2-0

Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt þar sem Boston Celtics, Toronto Raptors og New Orleans Pelicans komust í 2-0 í sínum rimmum. Portland sem kom inn í úrslitakeppnina í 3. sæti er komið með bakið upp við vegg núna eftir 102-111 tap á heimavelli.

Frammistaða byrjunarliðs Pelicans í nótt var sterk, Rondo kitlaði þrennu með 16/10/9, Anthony Davis klukkaði tvennu með 22/13, Jrue Holiday var stigahæstur með 33 stig og 9 stoðsendingar og Nikola Mirotic gerði 17 stig og tók 8 fráköst en Pelicans fengu aðeins 15 stig af bekknum og í úrslitakeppni NBA þurfa þau að vera fleiri til lengri tíma litið. Portland að sama skapi fékk 36 stig af bekknum en það dugði auðvita ekki til en Portland-megin var CJ McCollum atkvæðamestur með 22 stig og 6 stoðsendingar. Á fimmtudag færist rimman yfir til New Orleans en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í undanúrslit.

Toronto tók svo 2-0 forystu gegn Washington í nótt með 130-119 sigri á heimavelli. DeMar DeRozan átti stórt kvöld með Toronto er hann setti 37 stig, tók 5 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Sex liðsmenn Raptors gerðu 10 stig eða meira í leiknum. Hjá Washington voru það líka sex leikmenn sem náðu tveggja stafa tölu í nótt og atkvæðamestur þeirra var John Wall með 29 stig og 9 stoðsendingar.

Boston Celtics eru á grænni grein eftir 120-106 sigur á Milwaukee Bucks. Jaylen Brown með 30 stig og 5 fráköst hjá Boston sem reyndist persónulegt stigamet hjá Brown í úrslitakeppninni en Giannis hinn gríski dró vagninn hjá Bucks með 30 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar.

Myndbönd frá leikjum næturinnar

Staðan í úrslitakeppninni:

Fréttir
- Auglýsing -