spot_img
HomeFréttirCeltics og Clippers tóku forystuna

Celtics og Clippers tóku forystuna

Tveir leikir fóru fram í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í gærkvöld og í nótt.

Í fyrri leik kvöldsins sigruðu Boston Celtics lið Toronto Raptors, 111-89. Taka þeir þar með forystu í einvíginu, 3-2. Atkvæðamestur fyrir Celtics í leiknum var Jaylen Brown með 27 stig og 6 fráköst. Fyrir Raptors var það Fred VanVleet sem dróg vagninn með 18 stigum og 6 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Celtics og Raptors:

https://www.youtube.com/watch?v=1Aeke-4Z_KI

Í seinni leiknum lögðu LA Clippers lið Denver Nuggets, 113-107. Tóku Clippers forystu í einvíginu á nýjan leik með sigrinum, 2-1. Atkvæðamestur fyrir Clippers í leiknum var Kawhi Leonard með 23 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Nuggets skilaði Nikola Jokic 32 stigum, 12 fráköstum og 8 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Clippers og Nuggets:

https://www.youtube.com/watch?v=DsyAlmM9iN0

Úrslit næturinnar

Boston Celtics 111 – 89 Toronto Raptors

Celtics leiða einvígið 3-2

LA Clippers 113 – 107 Denver Nuggets

Clippers leiða einvígið 2-1

Fréttir
- Auglýsing -