spot_img
HomeFréttirCeltics minnkuðu muninn í 2-1

Celtics minnkuðu muninn í 2-1

Boston Celtics minnkuðu muninn í 2-1 gegn Miami Heat í nótt þegar liðin mættust í sínum þriðja leik í úrslitum austurstrandar NBA deildarinnar. Lokatölur voru 101-91 Boston í vil.
Kevin Garnett var stigahæstur í liði Boston með 24 stig og 11 fráköst. Paul Pierce bætti við 23 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum og Rajon Rondo gerði 21 stig og gaf 10 stoðsendingar.
 
Hjá Miami var LeBron James með 34 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Dwyane Wade bætti við 18 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum.
 
Fjórði leikur liðanna fer fram á sunnudag, leikið er á heimavelli Boston.
 
Mynd/ Kevin Garnett var drjúgur fyrir Boston í nótt.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -