spot_img
HomeFréttirCeltics lituðu jólin græn í Los Angeles

Celtics lituðu jólin græn í Los Angeles

Eftir að hafa sigrað L.A. Clippers fyrr í vikunni tóku Boston Celtics og rúlluðu upp gulu og fjólubláu hlið Los Angeles borgar með 126 stigum gegn 115. Celtics töluvert betri í megnið af leiknum og sigurinn verðskuldaður gegn Lakers. Það var rétt kafli í öðrum leikhluta sem heimamenn bitu frá sér en annars voru Celtics með þennan leik svo gott sem í vasanum.

Lettinn Kristaf Porzingis leiddi þá grænu með 28 stig og J-oðin tvö (Jaylen Brown og Jason Tatum) skiluðu svo rúmum 40 stigum á milli sín. Antony Davis skilaði 40 stigum fyrir Lakers en dugðu hinsvegar ekki gegn toppliði deildarinnar.

Í öðrum jólaleikjum þá voru það New York Knicks sem sigruðu Milwaukee Bucks 129:122 og Golden State Warriors þurftu að játa sig sigraða gegn meisturum Denver Nuggets 120:114.

Fréttir
- Auglýsing -